Gítarleikarinn Andrés Þór býður til leiks norrænt tríó sem skipar, auk Andrésar (IS), þá Frederik Villmow trommuleikara (DE/NO) og Bárð Reinert Poulsen bassaleikara (FO).
Þeir félagar léku í byrjun sumars á nokkrum tónleikum í Noregi við góðar undirtektir, meðal annars á djassklúbbnum Herr Nilsen í Osló þar sem að hinn frábæri gítarleikari Lage Lund var sérstakur gestur tríósins. Á efniskránni verða frumsamin lög eftir Andrés auk þess að einstaka vel valdir djasshúsgangar fá að fljóta með.
Tónleikaröð Ellýjar er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarsjóði Reykjanesbæjar, Reykjanesapóteki, HS Orku og Samkaup í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Bókasafn Reykjanesbæjar og Hljómahöll.