Tónlistarfélagið Ellý

Tónlistarfélagið Ellý skipuleggur Tónleikaröð Ellýjar en markmið félagsins er að standa fyrir reglulegum tónlistaruppákomum í Reykjanesbæ með aðaláherslu á innlenda djasstónlist.

Tónlistarfélagið Ellý er óhagnaðardrifið áhugafélag. Að baki félaginu stendur hópur áhugafólks um lifandi tónlist með þau sameiginlegu markmið …

… að efla tónlistar- og menningarlíf Reykjanesbæjar og Suðurnesja með reglulegu tónleikahaldi.

… að vera hvetjandi vettvangur fyrir tónlistarnemendur og annað tónlistarfólk með því að bjóða upp á lifandi tónlist með innlendu (og hugsanlega erlendu) tónlistarfólki.

… að ná til fjölbreytts hóps og auka aðgengi íbúa Suðurnesja að tónlist óháð efnahag.

Nánar um Tónleikaröð Ellýjar


Tónleikaröð Ellýjar er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarsjóði Reykjanesbæjar, Reykjanesapóteki og HS Orku í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Bókasafn Reykjanesbæjar.