Tónleikaröð Ellýjar er verkefni sem Tónlistarfélagið Ellý stendur fyrir en það er félagsskapur áhugafólks með það markmið að standa fyrir reglulegum tónlistaruppákomum í Reykjanesbæ með aðaláherslu á innlenda djasstónlist.

Stefna félagsins er að halda átta tónleika (u.þ.b. eina tónleika í mánuði) á tímabilinu september til maí ár hvert. Tónleikarnir fara fram í Bergi í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og í Bókasafni Reykjanesbæjar.
Viðburðirnir eru öllum opnir og enginn aðgangseyrir.

Tónleikaröðinni var hleypt af stokkunum í Bergi þann 29. febrúar síðastliðinn, á hlaupársdegi, og þá lék Tríó Alberts Sölva vel valin djasslög auk frumsaminna tónsmíða Alberts en tríóið er samsett af saxófónleikaranum Alberti Sölva, kontrabassaleikaranum Sigmari Þór og trommuleikaranum Þorvaldi Halldórssyni.

Nánar um tónleikana hér.

Þeir sem hafa áhuga á að spila á tónleikum í Tónleikaröð Ellýjar geta sent erindi á info[at]jazz.is eða fyllt út formið hér að neðan.

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.
Mikilvægt er að umsóknum fylgi ítarleg lýsing, s.s. lýsing/ferill sveitar, nöfn meðlima, skilgreina hverslags tónlist hljómsveitin flytur og jafnvel senda tóndæmi (t.d. tengil á Spotify eða YouTube).

Tónleikaröð Ellýjar er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarsjóði Reykjanesbæjar og Reykjanesapóteki í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Bókasafn Reykjanesbæjar.