78
Views

Fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:00 verða tónleikar númer tvö í Tónleikaröð Ellýjar en þá stígur djassbandið Þríó á stokk í Miðju Bókasafns Reykjanesbæjar.

Sveitina skipa þeir Jón Böðvarsson (saxófónn), Sigurður Baldvin Ólafsson (gítar) og Vilhjálmur Thorarensen (bassi). Gestaspilari er Magnús Már Newman (trommur).

Enginn aðgangseyrir og öll velkomin á viðburðinn


Tónleikaröð Ellýjar er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarsjóði Reykjanesbæjar, Reykjanesapóteki og HS Orku í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Bókasafn Reykjanesbæjar.

Comments are closed.