67
Views

Djasssöngkonan Birta Rós Sigurjónsdóttir flutti nokkur af lögum Nina Simone á Erlingskvöldi sem var haldið í Bókasafni Reykjanesbæjar þann 21. mars síðastliðinn – þetta var aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal því næsta haust Birta mun einmitt vera með í Tónleikaröð Ellýjar og halda Nina Simone tónleika þar sem hún flytur lög Nina Simone og fer yfir æviferil þessarar mögnuðu söngkonu.

Gítarleikarinn Sveinbjörn Ólafsson lék undir söng Birtu en hann hefur lengi unnið með listamönnum um víða veröld, ýmist sem session spilari, í tónsmíðahlutverki eða spuna.

Í myndskeiðinu hér að neðan má heyra eitt laganna sem þau fluttu með glæsibrag.


Tónleikaröð Ellýjar er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarsjóði Reykjanesbæjar, Reykjanesapóteki, HS Orku og Samkaup í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Bókasafn Reykjanesbæjar og Hljómahöll.

Comments are closed.