Hljómahöll hefur endurvakið tónleikaröðina Trúnó en tónleikaröðin hafði haldið sig til hlés frá því að heimsfaraldurinn skall á. Á trúnó-tónleikum í Hljómahöll fá gestir að upplifa mikla nánd við listamennina. Tónleikarnir fara fram í Bergi sem rúmar um 100 gesti.
Fimmtudagskvöldið 23. maí ætlar KK að mæta og koma fram og spila öll sín bestu lög og segja tengdar sögur á trúnó-tónleikum í Hljómahöll.
Hver man ekki eftir lögum eins og Vegbúin, hafðu engar áhyggjur, Lucky one, Kærleikur og tími, Þjóðvegur 66 og Bein leið?
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá og heyra KK í mikilli nánd.