12
Views

Hljómsveitin lék lög eftir Wayne Shorter, Hank Mobley, Lee Morgan, Kenny Dorham og fleiri við góðar undirtektir tónleikagesta sem kunnu vel að meta það sem var boðið upp á.

Tónleikarnir voru vel sóttir og mættu í kringum fimmtíu manns til að hlýða á Djass sendiboðana.

Djass sendiboðana skipa þeir: Snorri Sigurðarson (trompet), Ólafur Jónsson (saxófónn), Agnar Már Magnússon (píanó), Þorgrímur Jónsson (bassi) og Erik Qvick (trommur).

Á meðfylgjandi myndskeiði leika þeir félagar fjögur lög á tónleikunum.


Tónleikaröð Ellýjar er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarsjóði Reykjanesbæjar, Reykjanesapóteki, HS Orku og Samkaup í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Bókasafn Reykjanesbæjar og Hljómahöll.

Comments are closed.