6
Views

Hljómsveitin hefur verið starfandi frá árinu 2007 og trommuleikarin Erik Qvick leiðir kvintettin. Djass Sendiboðarnir hefur t.ð komið fram á tónleikum djassklubbsins Múlan og Listasumri Akureyrar. Leikin verða lög eftir Wayne Shorter, Hank Mobley, Lee Morgan, Kenny Dorham og fleiri þar sem áherslan er á sveiflu, lagræn sóló og almennan hressleika.

Hljómsveitina skipa þeir: Snorri Sigurðarson (trompet), Ólafur Jónsson (saxófónn), Agnar Már Magnússon (píanó), Þorgrímur Jónsson (bassi) og Erik Qvick (trommur).


Tónleikaröð Ellýjar er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarsjóði Reykjanesbæjar, Reykjanesapóteki, HS Orku og Samkaup í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Bókasafn Reykjanesbæjar og Hljómahöll.

Comments are closed.