38
Views

Hljómsveitin samanstendur af nokkrum reyndustu djassleikurum landsins og hefur verið starfandi frá árinu 2007 og trommuleikarinn Erik Qvick leiðir kvintettinn. Djass Sendiboðarnir hefur t.d. komið fram á tónleikum djassklúbbsins Múlans og Listasumri Akureyrar. Leikin verða lög eftir Wayne Shorter, Hank Mobley, Lee Morgan, Kenny Dorham og fleiri þar sem áherslan er á sveiflu, lagræn sóló og almennan hressleika.

Hljómsveitina skipa þeir: Snorri Sigurðarson (trompet), Ólafur Jónsson (saxófónn), Agnar Már Magnússon (píanó), Þorgrímur Jónsson (bassi) og Erik Qvick (trommur).


Erik Robert Qvick (f. 1973 í Svíþjóð) er mjög fjölhæfur trommuleikari sem leikur allt frá þjóðlaga- og jazztónlist yfir í þungarokk. Hann stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Ingesund og lauk B.M. gráðu 1998 og Master of Fine Arts árið 2000. Aðalkennarar hans við skólann voru Terje Sundby, Magnus Gran og Raymond Strid. Erik var búsettur um tíma í Gautaborg þar sem hann lék með jazz- og blústónlistarmönnum eins og Georg Riedel, Sven Zetterberg, Louisiana Red og m.a. inn á plötur hjá trompetleikaranum Lasse Lindgren och hljómsveitin The Instigators.

Árið 2000 flutti hann til Reykjavíkur og hefur kennt á trommur og slagverk við tónlistarskóla FÍH siðan árið 2000 og Menntaskólinn i tónlíst siðan árið 2017. Erik hef auk þess starfað sem kennari við Lístaháskóli Islands. Hann hefur sótt námskeið og einkatímar hjá Ari Hoenig, Tom Brechtlein, Gerald Cleaver og Peter Retzlaff.

Erik hefur sl. tuttugu ár spilað með og leikið inn á plötur með vel flestum íslenskum tónlistarmönnum och hljómsveitum eins og Skuggamyndun frá Býsans, B3 trio, Haukur Gröndal, Haraldi Reynisyni, Ásgeiri Àsgeirssyni, Langa Sela og skuggunum, Kammarsveit Reykjavik, Sínfónihljómsveit Íslands, Raggi Bjarna, Ragnheiður Gröndal, Bjarni Ara, Jón Páll Bjarnason,  Krummi, Baggalutur, KK, Jóhann Helgason, Magnús Kjartansson, Rúnar Júliusson, Stórsveit Reykjavikur og spilað með erlendum hljóðfæraleikari s.s Chris Cheek, Ingrid Jensen, Seamus Blake, Bob Berg, Guthrie Govan, Nikolaj Bentzon, David O´Higgins, Esa Pietila,Ike Sturm, Ledfoot, Borislav Zgurovski, Benjamin Koppel, Kjeld Lauritsen, Jan Harbeck. Erik hef spilað i söngleikum fyrir Borgarleikhúsið (Carmen 2006) og Þjóðleikhúsið (Syngjandi i rigninnu 2001, Með fullri reisn 2002).

Snorri Sigurðarson: Burtfararpróf í jazztrompet frá Tónlistarskóla FÍH 1998, rytmískt kennarapróf frá sama skóla 1999 og BA í jazztrompetleik frá Conservatorium Van Amsterdam 2002. Samspilskennsla og trompetkennsla á framhaldsstigi við Tónlistarskóla FÍH frá 2010. Stjórnandi Stórsveitar skólans frá 2014. Kennari við Skólahljómsveit Kópavogs frá 2003. Prófdómari hjá Prófanefnd tónlistarskóla frá 2010.

Trompetleikari og sólisti í Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn margra þekktra gestastjórnenda frá 1996. Hefur einnig samið og útsett fyrir hljómsveitina. Einnig trompetleikari í Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar frá 2005. Auk þess að vera virkur í djasslífinu hefur Snorri verið eftirsóttur spilari í poppgeiranum um árabil og hefur leikið með mörgum þekktustu listamönnum þjóðarinnar. Meðlimur í hljómsveitunum Jólakettir (1999), Páll Óskar og Casino (1998-1999), Sælgætisgerðin (1995-97). Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar (2010-).

Snorri hefur gert eina sólóplötu, Vellir (2014). Hann hefur leikið inn á ótal hljómplötur fyrir ólíka listamenn en þar má nefna: Sigurrós: Ágætis byrjun (1999), Takk (2005), Inní mér syngur vitleysingur (2008), Ragnheiður Gröndal: Vetrarljóð (2004), Jónas Sigurðsson: Allt er eitthvað (2010).

Saxófónleikarinn Ólafur Jónsson nam við Tónlistarskóla FÍH á árunum 1983-1989. Hann stundaði framhaldsnám við Berklee College of Music í Boston frá haustinu 1989 og útskrifaðist þaðan með B.M. gráðu vorið 1992, þar sem kennarar hans voru meðal annars Joe Viola, George Garzone, Bill Pierce, Hal Crook og Jerry Bergonzi. Veturinn 1992–1993 bjó hann í New York og stundaði einkanám í saxófónleik hjá saxófónleikurunum George Coleman og Joe Lovano. Ásamt kennslustörfum heur hann verið virkur í íslensku tónlistarlífi, er meðlimur í Stórsveit Reykjavíkur, leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og tekið þátt í uppfærslum hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og leikið inn á yfir 30 hljómplötur. Í ágúst 2017 kom út geisladiskur í hans nafni, Tími til kominn, með frumsaminni tónlist, útgáfutónleikar fóru fram á vegum Jazzhátíðar Reykjavíkur sama ár. Diskurinn hlaut fjórar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 og frábæra dóma. 2015 kom út geisladiskur Jónsson & More tríósins, „No Way Out“, með frumsaminni tónlist. Á undaförnum árum hefur hann verið ötull í að kynna tónlist sína með samstarfsverkefnum við erlent tónlistarfólk bæði innanlands og utan m.a. með norska saxófónleikaranum Petter Wettre, danska saxófónleikaranum Christian Vuust á tvennum tónleikum Reykjavík og á Aarhus Jazz Festival. Einnig hefur hann leikið fjölda tónleika með danska trommuleikaranum Ulrik Bisgaard bæði hér á landi sem og í Kaupmannahöfn á Copengagen Jazz Festival og Aarhus Jazz Festival.

Þorgrímur Jónsson útskrifaðist sem bassaleikari frá FÍH 2001, tók eitt ár í klassískum kontrabassaleik í TSDK, útskrifaðist með BM gráðu frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Haag, Hollandi 2006.

„Frá 2006 því hef ég starfað við tónlistarkennslu m.a. við Tónlistarskóla Garðabæjar, TSDK, FÍH, MÍT og við tónlistardeild LHÍ.

Hefur verið starfandi tónlistarmaður í um 25 ár á ýmsum sviðum rytmískrar tónlistar, verið mjög virkur á þessum tíma og tekið þátt í fjölbreytilegum verkefnum. Starfað með flestu af fremsta tónlistarfólki landsins, leikið inná ríflega 30 hljómdiska og hafa margir hverjir verið tilnefndir til ÍTV og allnokkrir hlotið verðlaunin. Ber þó hæst að mín fyrri sólóplata, Constant Movement, hlaut tvenn verðlaun á ÍTV ’16 í flokki Jazz og blús sem plata ársins og ég sem tónhöfundur ársins. Ág. ‘21 kom svo út mín önnur sólóplata, Hagi, sem fékk mikið lof heima og erlendis fyrir framúrskarandi tónsmíðar, hljóðfæraleik og ferksan blæ. Var hún tilnefnd til 4 verðlauna á ÍTV.

Síðustu 15 ár eða svo hef ég starfað mikið með Tríó Sunnu Gunnlaugs. Auk þess verið virkur meðlimur í, hvort heldur með tónsmíðum eða útsetningum má nefna Tríóið Jónsson & More og Balkansveitin Skuggamyndir frá Býsans. 

Ég hef komið víða fram á erlendri grundu þar sem leikin hefur verið tónlist eftir mig. T.a.m. farið tónleikaferðir til USA, Kanada og Evrópu. Leikið á jazzhátíðum í Tékklandi, Noregi, Danmörku, London, Serbíu, Moskvu, Finnlandi, Færeyjum, N-Makedóníu, Grikklandi og komið fram í Kennedy Center í Washington.“

Agnar Már Magnússon lauk burtfararprófi frá tónlistarskóla FÍH og Conservatorium van Amsterdam og hélt þaðan til New York í einkanám hjá djasspíanistanum Larry Goldings. Hann er einnig með mastersgráðu í tónsmíðum frá LHÍ. 

Agnar hefur sent frá sér sjö plötur í eigin nafni. Agnar hefur margoft verið tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna og þrisvar hlotið þau.

Agnar hefur starfað með heimsklassa djasstónlistarmönnum. Þar má nefna Bill Stewart, Ben Street, Seamus Blake, Chris Cheek, Ingrid Jensen, Drew Gress, John Hollenbeck, Lage Lund, Ari Hoenig og Perico Sambeat.

Agnar á tónlistarferli sínum unnið til ýmissa verðlauna og komist í undanúrslit í Alþjóðlegu djass-píanókeppninni Martial Solal í París haustið 2002. Hann hefur útsett lög fyrir geislaplötur og söngleiki, starfað með Stórsveit Reykjavíkur í mörg ár, leikið á tónleikum hérlendis sem erlendis, og annast tónlistarstjórn í leikhúsi. Agnar sá meðal annars um tónlistina í Söngvaseið, Mary Poppins, Billy Elliot, Matthildi, Emil í Katthoti og Deleríum Búbónis fyrir Borgarleikhúsið. Agnar starfar nú sem djasspíanisti en kennir jafnframt rytmískan píanóleik við MÍT en þar hefur hann starfað (og í FÍH) síðan 2001.

Agnar var útnefndur bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2010.


Tónleikaröð Ellýjar er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarsjóði Reykjanesbæjar, Reykjanesapóteki, HS Orku og Samkaup í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Bókasafn Reykjanesbæjar og Hljómahöll.

Comments are closed.