Tónleikarnir voru vel heppnaðir og hvert lagið öðru betra – það var hrein unun að hlýða á sextettinn og djasssöngkonuna Marínu Ósk á sínum heimavelli.
ES Sextett skipa: Eiríkur Rafn Stefánsson (trompet), Stefán Ómar Jakobsson (básúna), Björgvin Ragnar Hjálmarsson (saxófónn), Jón Rafnsson (bassi), Vignir Þór Stefánsson (píanó) og Scott McLemore (trommur). Söngur: Marína Ósk Þórólfsdóttir..
Meðfylgjandi er myndskeið þar sem Marína og EX Sextett flytja þrjú lög lög á tónleikunum
Tónleikaröð Ellýjar er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarsjóði Reykjanesbæjar, Reykjanesapóteki, HS Orku og Samkaup í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Bókasafn Reykjanesbæjar og Hljómahöll.








