Ljósmynd: Katerina Arvaniti
87
Views

Á síðasta ári var Smári Guðmundsson fenginn til að semja tónlist fyrir sýninguna Oblivion sem sett var upp í Technochoro Fabrika í Aþenu. Nú á að setja sýninguna upp í ACUD theater í Berlín um miðjan febrúar.

Sýningin heitir ΤΗΣ ΛΗΘΗΣ (e. Oblivion) og hefur Smári tekið tónlistina saman og gefið hana út undir því nafni. Hægt er að finna tónlistina á öllum helstu streymisveitum.

Tónlistin var að mestu samin þegar ég heimsótti Grikkland árið 2023 en tekin upp á Íslandi í Stúdíó Smástirni og Stúdíó Bambus. Ég fékk hjálp frá nokkrum frábærum tónlistarmönum til að gæða tónlistina lífi.

Smári Guðmundsson

Halldór Lárusson: Trommur.
Matthías Stefánsson: Fiðlur, víólur.
Fríða Dís: Söngur
Stefán Örn: Píanó, söngur, aðstoð við útsetningar, upptökur og hljóðblöndun.
Sigurdór Guðmundsson (Skonrokk mastering): Hljómjöfnun.
Smári Guðmundsson: Gítar, bassi, bouzouki og hljóðgervlar.
Upptökur í Stúdíó Bambus: Stefán Örn Gunnlaugsson.
Upptökur í Stúdíó Smástirni: Smári Guðmundsson.

Smástirni ásamt Öldu music gefur út.

Comments are closed.