35
Views

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Fjörheimar félagsmiðstöð, unglingaráð Fjörheima og ungmennaráð Reykjanesbæjar kynna með stolti; Góðgerðartónleika í Hljómahöll, til styrktar Grindvíkingum.

Fram koma:

GDRN, Valdimar, Mugison, Unnsteinn Manuel, Klara Elías og annað tónlistarfólk af Suðurnesjum. Kynnir kvöldisins verður enginn annar en Villi Netó.

Miðaverð á viðburðinn er 6.990 kr.

Tónleikarnir verða 7. mars í Hljómahöll. Húsið opnar 19:00, tónleikar hefjast 20:00. Kósýbandið mun sjá um að halda uppi stuðinu áður en tónleikarnir hefjast. Í boði verður að styrkja málstaðinn með því að kaupa lukkumiða, veitingar og með frjálsum framlögum áður en tónleikar hefjast.

Miðasala fer fram á Tix.is: https://tix.is/…/go-ger-artonleikar-til-styrktar…/…

Allur ágóði viðburðarins rennur óskertur til Grindvíkinga í gegnum tvo styrktar reikninga sem ná til mismunandi þarfa fólks úr Grindavík (Styrktarsjóður Rauða krossins og Styrktarsjóður Grindavíkurkirkju). Mætum og sýnum nágrönnum okkar stuðning í verki.

Einnig er tekið við frjálsum framlögum og er söfnun þegar hafin á reikning:

Kennitala: 620103-2170
Reikningsnúmer: 0121-26-004177
(Nemendafélag Fjölbrsk Suðurnes)

Comments are closed.