66
Views
DJÄSS og Björn Atle Anfinsen leika útsetningar við lög Gunnars Þórðarsonar

When

20/03/2025    
20:00 - 21:30

Where

Berg, Hljómahöll
Hjallavegur 2, Reykjanesbær, 260 Njarðvík

Event Type

Map Unavailable

DJÄSS, skipað Karli Olgeirssyni, Kristni Snæ Agnarssyni og Jóni Rafnssyni, hefur skapað sér nafn og sérstöðu með djassútsetningum á íslenskum rokk-, pönk- og dægurlögum.
Sérstakur gestur á þessum tónleikum verður sænsk-íslenski trompetleikarinn Björn Atle Anfinsen.
Dagskrá tónleikanna mun samanstanda af nýrri tónlist frá DJÄSS, sem eru útsetningar við lög Gunnars Þórðarsonar, í bland við tónlist eftir Björn Atle og væntanlega fær eitthvað af lögum af fyrri plötum tríósins að fljóta með.

Nánari upplýsingar um tónleikana birtast þegar nær dregur.

Comments are closed.