99
Views

Tríó Alberts Sölva mun leika vel valin djasslög auk frumsaminna tónsmíða Alberts en tríóið er samsett af saxófónleikaranum Alberti Sölva, kontrabassaleikaranum Sigmari Þór og trommuleikaranum Þorvaldi Halldórssyni.

Albert Sölvi Óskarsson útskrifaðist úr Tónlistarskóla FÍH árið 2015 með saxófón sem aðalhljóðfæri og kennararéttindi. Á undanförnum árum hefur Albert getið sér gott orð með hljómsveitunum Hjal Kvartett, JÁ Tríó og Látún.

Sigmar Þór Matthíasson útskrifaðist úr Tónlistarskóla FÍH árið 2012 á kontrabassa og úr The New School í New York. Sigmar hefur verið áberandi í tónlistarlífinu á undanförnum árum með frumsamið efni (Meridian Metaphor og fleira) ásamt því að koma fram með hljómsveitinni Brek.

Þorvaldur Halldórsson útskrifaðist úr Tónlistarskóla FÍH árið 2009 og Berklee College of Music árið 2015. Þorvaldur er trommuleikari hljómsveitarinnar Valdimar og hefur einnig spilað með Stórsveit Reykjavíkur ásamt verkefnum með Sinfóníuhljómsveit Íslands.


Tónleikaröð Ellýjar er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarsjóði Reykjanesbæjar, Reykjanesapóteki og HS Orku í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Bókasafn Reykjanesbæjar.

Comments are closed.