
Tónleikaröð Ellýjar er verkefni sem Tónlistarfélagið Ellý stendur fyrir en það er félagsskapur áhugafólks með það markmið að standa fyrir reglulegum tónlistaruppákomum í Reykjanesbæ með aðaláherslu á innlenda djasstónlist.
Stefna félagsins er að halda átta tónleika (u.þ.b. eina tónleika í mánuði) á tímabilinu september til maí ár hvert. Tónleikarnir fara fram í Bergi í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og í Bókasafni Reykjanesbæjar.
Viðburðirnir eru öllum opnir og enginn aðgangseyrir.
Tónleikaröðinni var hleypt af stokkunum í Bergi þann 29. febrúar síðastliðinn, á hlaupársdegi, og þá lék Tríó Alberts Sölva vel valin djasslög auk frumsaminna tónsmíða Alberts en tríóið er samsett af saxófónleikaranum Alberti Sölva, kontrabassaleikaranum Sigmari Þór og trommuleikaranum Þorvaldi Halldórssyni.
Þeir sem hafa áhuga á að spila á tónleikum í Tónleikaröð Ellýjar geta sent erindi á info[at]jazz.is eða fyllt út formið hér að neðan.
Tónleikaröð Ellýjar er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarsjóði Reykjanesbæjar, Reykjanesapóteki, HS Orku og Samkaup í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Bókasafn Reykjanesbæjar og Hljómahöll.








