38
Views

Bjartmar þarf vart að kynna fyrir nokkrum tónlistarunnanda en lög hans og texta þekkja allir! Bjartmar hefur gefið út 16 sólóplötur á ferli sínum og er því af nægu að taka. Hver veit nema að lög á borð fyrir Týnda kynslóðin, Ég er ekki alki, Súrmjólk í hádeginu, Fimmtán ára á föstu, Járnkarlinn, Sumarliði er fullur, Þannig týnist tíminn, Negril eða hans nýjasta lag Af því bara fái að hljóma á tónleikunum þann 10. október?

Hljómsveitin hefur verið iðin við tónleikahald undanfarið og útgáfu á nýjum lögum og textum eftir Bjartmar og má þar nefna, Á ekki eitt einasta orð, Af því bara og nýjasta lagið þeirra Veistu hver ég er?

Bergrisarnir eru:
Bjartmar Guðlaugsson
Júlíus Freyr Guðmundsson
Arnar Gíslason
Birkir Rafn Gíslason
Daði Birgisson

Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikar hefjast kl. 20:00.

Miðar seldir á tix.is

Comments are closed.