Tónleikar tríósins verða haldnir í Miðju Bókasafns Reykjanesbæjar laugardaginn 23. nóvember og hefjast klukkan 20.
Að öllum líkindum verða þetta síðustu tónleikarnir í núverandi húsnæði bókasafnsins en flutningur safnsins í Hljómahöll er fyrirhugaður um næstu áramót.
Enginn aðgangseyrir á viðburðinn og öll velkomin.
Þeir félagar léku í byrjun sumars á nokkrum tónleikum í Noregi við góðar undirtektir, meðal annars á djassklúbbnum Herr Nilsen í Osló þar sem að hinn frábæri gítarleikari Lage Lund var sérstakur gestur tríósins. Á efniskránni verða frumsamin lög eftir Andrés auk þess að einstaka vel valdir djasshúsgangar fá að fljóta með.
Andrés Þór – gítar
Bárður Reinert Poulsen – bassi
Frederik Villmow – trommur
Tónleikaröð Ellýjar er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarsjóði Reykjanesbæjar, Reykjanesapóteki, HS Orku og Samkaup í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Bókasafn Reykjanesbæjar og Hljómahöll.