Um jazz.is
Vefurinn jazz.is er tileinkaður tónlist og öðrum menningarviðburðum sem tengjast Suðurnesjum.
Lögð er sérstök áhersla á að vefurinn sé upplýsingaveita fyrir Tónleikaröðina Ellý en hér verður einnig reynt eftir fremsta megni að fjalla um allt sem viðkemur tónlist á Suðurnesjum; tónleika, útgáfu, nýjar hljómsveitir o.s.frv.
Ertu að gefa út nýja tónlist, fara að halda tónleika eða með nýtt band?
Grasrótarstarfið á Suðurnesjum á fullt erindi á jazz.is. Teljir þú þig luma á efni sem á erindi á vefinn hikaðu ekki við að hafa samband við vefstjóra.


Ábendingar og athugasemdir
Jóhann Páll Kristbjörnsson er vefstjóri og ábyrgðarmaður jazz.is, hann er jafnframt verkefnastjóri Tónleikaraðar Ellýjar. Hægt er að senda Jóhanni ábendingar eða athugasemdir í tölvupósti.
Vefstjóri áskilur sér fullan rétt til að birta eða hafna þeim erindum sem berast.