Duke Ellington

Edward Kennedy “Duke” Ellington, fæddur 1899, var amerískt tónskáld, píanisti, og stjórnandi djasshljómsveitar frá árinu 1923 þar til hann lést árið 1974. Duke lýsti tónlist sinni sem “amerískri tónlist” frekar en djasstónlist, en hann er meðal áhrifamestu tónlistarmanna í djassheiminum, og ef víðar væri leitar. Þar að auki er hann einn best þekkti hljómsveitarstjórnandi og tónskáld tuttugustu aldarinnar. Hann samdi fjölmörg sígild lög sem enn eru efst á vinsældarlistum, og vinsældir Dukes hafa farið vaxandi með tímanum, jafnvel eftir lát hans.

Duke Ellington fæddist í Washington D.C., en bjó í New York City á fullorðinsárum sínum. Hann varð frægur í landi sínu eftir að hann kom fram með hljómsveitinni sinni í Cotton Club í Harlem. Seinna fór hann með hljómsveitinni í tónleikaferðalag um Evrópu, og varð þá einnig vel þekktur þar. Hljómsveit Dukes samanstóð af nokkrum af hæfileikaríkustu tónlistarmönnum þess tíma, og ekki leið á löngu þar til hljómsveitin varð ein best þekkta djasshljómsveit heimins. Duke skrifaði ótal mörg lög fyrir hljómsveitina, eða yfir þrjú þúsund lög. Seinna urðu sum þeirra þekkt sem sígild og eru enn spiluð og endurgerð af tónlistarmönnum í dag.

Sagt er að það sé Duke Ellington að þakka hvernig djass fór frá því að vera lítið þekkt tónlistarform í eitt af stærstu, mikilvægustu og best þekktu tónlistarstílum heimsins. Hann var sagður hafa mikinn sjarma og aðdráttarafl sem fólk hreifst af. Eftir lát Dukes hélt orðspor hans enn að stíga. Árið 1999, 25 árum eftir lát hans, hlaut hann sérstök Pulitzer verðlaun fyrir tónlist sína. Meðal fleiri verðlauna sem hann hlaut var “Gold Medal” frá Lyndon Johnson, forseta, “Medal of Freedom” frá Richard M Nixon, forseta, 13 Grammy verðlaun, auk “French Legion of Honor.”

Duke Ellington er sagður hafa haft mesta sköpunarkraftinn þegar hann var á sínum mörgu tónleikaferðalögum. Það var þá sem hann skrifaði Mood Indigo, sem var lagið sem gerði hann hvað mest frægan í fyrstu. Duke spilaði yfir 20,000 sýningar, á ferli sínum, í fimm heimsálfum.