Uppruni djasstónlistar

Hér má finna upplýsingar um uppruna tónlistarstefnunnar sem kallast djass.

Djass djass er mjög vinsæl tónlistarstefna sem braut sér leið í Bandaríkjunum út frá blústónlist blökkumanna. En stefnan byggist mikið á snarstefjun eða spuna og hefur ákveðinn hrynjanda. Þessi tónlistarstefna er oft kölluð „hin klassíska tónlist Bandaríkjanna“ og hefur verið ein elsta og virtasta stefnan sem á uppruna sinn að rekja frá Norður-Ameríku. New Orleans, New York og Chicago eru þær borgir sem sagt er að djassinn eigi rætur sínar að rekja.

Það má rekja sögu djassins til fyrri hluta 20. aldarinnar og er stefnan áberandi hluti af menningu bandarískra blökkumanna. Saxafónn, flauta, trompet, píanó, klarinett, gítar, bassi, trommur og básúna eru hljóðfæri sem mest eru áberandi í djassi. En einnig eru önnur hljóðfæri notuð. Djass hefur þróast út frá blöndu af blús, allskyns evrópskri tónlist, misunandi lúðraflokkum og danstónlist. En þessi tónlist kom frá götum New Orleans í Bandaríkjunum. En þar þróaðist djass stefnan fyrst og voru margir litlir hljóðfæraleikarar sem spunnu tónana hver fyrir sig og reyndu að sameina þá í eina heild til að reyna að halda tónlistarlegu flæði í jafnvægi. Ástæðan fyrir því var sú að margir tónlistarmenn hreinlega kunnu ekki að lesa nótur og því spiluðu eða spunnu þeir hver sína tónlist en samt í jafnvægi við aðra tónlistarmenn sem þeir spiluðu með, svo ekki yrði ringulreið að á tónlistinni sem slíkri.

Helstu tegundir djasstónlistar eru:

– Sveifludjass eða „swing“

– Klassískur djass

– Bíhop

– Dixieland

– Svalur djass eða „cool jazz“

– Hörð boptónlist

– Modal djass

– Sálardjass eða „Soul jazz“

– Póst bop

– Evrópskur djass

Frægustu djass tónlistarmennirnir að talið sé eru:

– Charles Mingus, 1922 – 79

– John Coltrane, 1926 – 67

– Mary Lou Williams, 1910 – 81

– Herbie Hancock, 1940 –

– Nat King Cole, 1919 – 65

– Miles Davis, 1926 – 91

– Keith Jarrett, 1945 –

– Kurt Elling, 1967 –

– Thelonious Monk 1917 – 82

– Wynton Marsalis 1961 –