Tina Turner upplýsir hvernig brúðkaupsnóttin með Ike var.

Bandaríska söngkonan Tina Turner hefur lýst því hvernig hún var neydd til að horfa á kynlífssýningu kvöldið sem hún giftist blues tónlistarmanninum Ike Turner.

Í viðtali hjá The Mail sagði hún að “reynslan hefði verið mjög truflandi … ég bældi hana, strokaði hana út.” Tina var 22 ára þegar hún giftist Ike, og þau saman urðu þau fræg innan R&B tónlistar. Hún opinberaði mörgum árum síðar að hún hefði orðið fyrir margra ára misnotkun af hendi eiginmannsins. Eftir að þau skildu, gaf hún frá sér marga smelli.

Sem sóló listamaður hefur Tina Turner selt meira en 200 milljón plötur um allan heim. Nú er frúin 78 ára og býr í Sviss en hún giftist kærasta sínum, Edwin Bach, þar árið 2013. Ike Turner dó árið 2007, þá 76 ára. Hann hafði barist í mörg ár við fíkniefnavanda.

Tina Turner sagði við The Mail að hún væri hrædd við að hafna bónorðinu frá Ike árið 1962 – sem var sjö árum eldri en hún, hafði uppgötvað hana og gerði hana að söngkonu hljómsveitar sinnar, Kings of Rythm.

Þetta var þó ekki fínt og fallegt brúðkaup. Þess í stað keyrði hann þau frá Kaliforníu yfir mexíkósku landamærin til að finna “mexíkóska útgáfu af sýslumanni.” Dagurinn varð svo verri og hún segir frá því hversu ömurlega henni leið og var nærri tárum á kynlífssýningunni. En hún kom fram eins og hamingjusöm, ung brúður þegar þau komu aftur til Los Angeles. Sem dúett gáfu þau út fjölda laga á 7. áratuginum, þar til þau hættu árið 1976 og skildu svo tveimur árum síðar.

“Fólk getur ekki ímyndað sér hvers konar manneskja hann var – maður sem tekur nýja eiginkonu sína á kynlífssýningu rétt eftir brúðkaupið sitt,” sagði hún við The Mail.

Líf Tinu Turner hefur nú verið uppsett sem söngleikur í West End sýningunni “Tina: The Musical” og mun einnig vera sýnd á Broadway frá og með haustinu 2019.