Djass á Íslandi

Eftir að Hótel Borg var stofnað og byrjaði reglulega að ráða djasshljómlistarmenn til að spila á hótelinu fór boltinn að rúlla og djasstónlist breiddist út um allt land. Fréttamiðlar skrifuðu æ meira um djasstónlist, djasstónleika og djasshljómsveitir sem störfuðu í borgum og sveitum landsins og brátt var djassinn orðinn ein helsta gerð tónlistar sem spiluð var á stöðum borgarinnar, hótelum og kaffihúsum. Ameríska menningin spilaði sífellt stærra hlutverk í landinu, sérstaklega eftir stríðsárin.

Þegar líður á þriðja áratuginn er djassinn strax farinn að breiðast út. Poul Otto Bernburg er fyrsti íslenski trommuleikarinn og hann lék stórt hlutverk í þessu. Hann stjórnaði hljómsveit og lék undir bíómyndum, hélt tónleika og spilaði á dansleikjum. Á þessum árum var Félag íslenskra hljómlistarmanna stofnað og það breytti miklu fyrir tónlistarlíf í landinu, Bernburg var með fyrstu mönnum félagsins. Bernburg spilaði á fyrstu djasshljómplötunni sem gefin var út á landinu.

Árið 1941 markar ákveðin tímamót þar sem bandaríkjaherinn kom til landsins. Árið 1945 hóf tímarið Djazz að birta helstu fréttir úr djassheiminum til landsmanna. Árið 1949 var Jazzklúbbur Íslands stofnaður. Viðtaka heimamanna við djasstónlistinni var tvíræð, sumir kölluðu hana óæðri og fussuðu yfir henni, en aðrir tóku henni opnum örmum.

Djassöld Íslands hófst fyrir alvöru eftir stríðsárin, þar sem fjölmargar djasshljómsveitir voru stofnaðar, Hljómsveit Björns R. Einarssonar, KK sextettinn og Gunnar Ormslev “meistari Íslandsdjassins”.

Þegar hér er komið var djassinn orðinn stór hluti af samtímamenningu á Íslandi. Það var þó ekki fyrr en um 1980 þegar kemur fram formlegt nám fyrir djasstónlistarmenn. Þá er Tónlistarskóli FÍH, og stuttu seinna stofnaði hann hina fyrstu djassdeild tónlistarskóla landsins. Þá loksins gátu tónlistarnemendur hafið formlegt nám í djasstónlist á Íslandi.

Árið 1990 var hátíðin Reykjavík Jazz haldin í fyrsta sinn og nú er sú tónlistarhátíð sem hefur verið lengst starfrækt samfellt á Íslandi. Hún er haldin árlega og býður helstu tónlistarmönnum heims til að spila hér á landi.