Queens Of The Stone Age á djasshátíð í Sviss

Hljómsveitin Queens of the Stone Age voru eitt af aðalnúmerum Montreux Jazz Festival nú í sumar og fékk góðar viðtökur. Þeir tóku þátt í hátíðinni til þess að fylgja eftir útgáfu sjöundu plötu þeirra, Villains, sem kom út í ágúst 2017. Þeir félagarnir í Queens of the Stone Age hafa iðulega fengið gestasöngvara til að syngja inn á plöturnar sem þeir hafa gefið frá sér en Villains er fyrsta platan þar sem þeir blanda engum utanaðkomandi aðilum í tónlist sína. Villains hefur fengið góðar viðtökur og komist hátt á vinsældalistum víðast hvar.

Montreux Jazz Festival var stofnuð árið 1967 af Claude Nobs, Géo Voumard og René Langel með mikilli aðstoð frá Ahmet og Nesuhi Ertegün frá Atlantic Records. Hátíðin var fyrst haldin í Montreux Casino og stóð yfir í þrjá daga og voru nánast eingöngu jazz tónlistarmenn sem tróðu upp á hátíðinni. Hápunktar þessa tíma voru Keith Jarrett, Miles Davis, Jack DeJohnette, Soft Machine, Bill Evans, The Fourth Way, Weather Report, Nina Simone, Ella Fitzgerald og Jan Garbarek.

Upphaflega var hátíðin eingöngu ætluð og tileinkuð jazz tónlist en breyttist svo um munar á áttunda áratugnum og í dag er að finna listamenn frá næstum öllum hugsanlegum tónlistarstílum sem fyrir finnast. Jazz er engu að síður mikilvægur hluti hátíðarinnar sem fyrr. Hluti af stækkun hátíðarinnar var vegna samstarfs við Quincy Jones sem flutti marga alþjóðlega listamenn til hátíðarinnar í byrjun tíunda áratugarins. Í dag varir hátíðin í tvær vikur og laðar að yfir 200.000 áhorfendur.

Hátíðin fer fram á hverju ári í Montreux í Sviss og þá vanalega fyrstu tvær vikurnar í júlí. Þeir listamenn sem hafa troðið upp á hátíðinni eru fjölmargir og má þar meðal annars nefna Van Morrison, B.B. King, Deep Purple, Led Zeppelin, Eric Clapton, Frank Zappa, Pink Floyd, Stan Getz, Chuck Berry og Status Quo.