Led Zeppelin aftur á leið fyrir dómstóla

Hver þekkir ekki hljómsveitina Led Zeppelin og þeirra stórbrotna og klassíska lag, ‘Stairway to Heaven’. Þetta meistaraverk er án efa eitt þekktasta lag bresku hljómsveitarinnar og hefur lagið eitt og sér aflað Led Zeppelin aðdáendum frá öllum heimsins hornum. Þó hefur þetta frábæra lag, þá einna helst fyrstu mínútur lagsins, valdið Zeppelin-verjum vandræðum undanfarin ár og allt stefnir í áframhaldandi vandræði og lögsóknir.

Eftir að hafa sigrað málsókn vegna brots á höfundarrétti, sem lögð var fram af dánarbúi fyrrum gítarleikara Spirit, Randy Wolfe (betur þekktur sem Randy California) fyrir tveimur árum, er hljómsveitin Led Zeppelin aftur á leið fyrir dómstóla vegna umdeilds eignarhalds á hinu fræga gítarriffi í upphafi eins af frægasta lagi bandsins, ‘Stairway to Heaven’.

Upprunalega málsóknin, sem var lögð inn árið 2014, hélt því fram að upphaf klassíska lagsins frá Led Zeppelin hafi verið undir beinum áhrifum frá laginu “Taurus”, lagi sem Spirit gaf út árið 1968, þremur árum fyrir útgáfu plötu Led Zeppelin, IV. Þrátt fyrir að dómur dómstólsins í Los Angeles hafi verið hagstæður fyrir Led Zeppelin eftir fimm daga málsmeðferð, þar sem fram kom vitnisburður frá bæði Jimmy Page og Robert Plant, hefur dómaraþing, sem samanstendur af þremur dómurum frá US Court of Appeal, úrskurðað nýlega að réttarhöldin hafi verið ósanngjörn og hafa því skipað að málið fari aftur fyrir dóm.

Samkvæmt LA Times, hafði dómarinn frá upphaflega dómsmálinu árið 2016 “gefið til kynna rangar leiðbeiningar til dómnefndar” um málið og benti á að dómnefndinni væri ekki heimilt að hlusta á “Taurus” sem gefur greinilega til kynna mikið óhagræði fyrir hljómsveitina Spirit. Þótt US Court of Appeals sé enn ekki búin að ákveða dagsetningu fyrir réttarhöldin, er gert fastlega ráð fyrir því að við munum heyra meira um þetta mál fljótlega. Því er ráð að hlusta á bæði lögin og taka þátt í umræðunni um hvort lagið sé stolið eður ei.