Kim Larsen – uppáhalds tónlistamaður dana látinn

Kim Larsen kvaddi þennan heim fyrir stuttu eftir baráttu við krabbamein. Larsen var einn ástsælasti tónlistarmaður dana og gaf hann út lög eins og ‘Kvinde min’, ‘Om Lidt’, ‘Midt om Natten’ og ‘Pianomand’. Hér förum við yfir feril hans í stuttu máli.

Larsen fæddist í Kaupmannahöfn 23. október 1945. Hann fékk mikinn innblástur frá Bítlunum og rokki og byrjaði feril sinn sem lagahöfundur og gítarleikari. Árið 1969 hitti hann Franz Beckerlee og Wili Jønsson og saman stofnuðu þeir hljómsveitina Gasolin. Síðar gengu þeir til liðs við trommarann Søren Berlev, og varð hljómsveitin eitt farsælasta rokkband dana. Hljómsveitin lagði upp laupana seint á sjöunda áratugnum.

Árið 1979 tók Larsen þátt í söngvakeppninni Eurovision með laginu ‘Ud i det blå’. Hann endaði í þriðja sæti af 17 þátttakendum. Um 1980 flutti Larsen til New York. Hann gaf út tvær plötur en tókst ekki að brjóta sér leið inn á amerískan markað og kom aftur til Danmerkur nokkrum árum síðar.

Kim Larsen gaf út margar sólóplötur á níunda áratugnum og toppaði listana árið 1983 með plötunni ‘Midt om natten’. Platan var svo að notuð sem innblástur fyrir kvikmynd með sama nafni sem kom út árið 1984. Árið 1983 stofnaði Larsen hljómsveitina Kim Larsen & Bellami og gaf út fjórar plötur fram til ársins 1992, en þá leystist hljómsveitin upp. Hann gaf út aðra sólóplötu, ‘Hvem kan sige nej til en engel’ árið 1994 og um miðjan tíunda áratuginn stofnaði hann svo hljómsveitina Kim Larsen & Kjukken.

Í lok 2017 var Larsen greindur með krabbamein í blöðruhálskirtli. Þetta hafði augljóslega áhrif á tónleikaferðalag hans með bandinu sínu, Kim Larsen & Kjukken sem var með áætlaða tónleika í janúar, febrúar og mars 2018. Í Facebook-pósti sem birtist á opinberri síðu hljómsveitarinnar, biðst Larsen afsökunar á óþægindum og útskýrir að hann ætli sér að spila aftur í byrjun sumarsins. Sú varð þó ekki raunin og Kim Larsen lést á heimili sínu þann 30. september 2018, umkringdur ástvinum sínum.