Jazz – saga og uppruni

Jazz er tegund tónlistar sem er upprunnin í Afrísk-Amerískum samfélögum í New Orleans, Bandaríkjunum í lok 19. og byrjun 20. aldar, og hefur þróast frá rótum blús og “ragtime.” Margir líta á jazz sem ,,hina klassísku tónlist Bandaríkjanna” og finnst mörgum hún vera vottur um frelsi og gleði. Allt frá því á Jazz-öldinni (e. Jazz Age) á þriðja áratug síðustu aldar, hefur jazz verið þekkt sem eitt af aðalformum tónlistarlegrar tjáningar. Síðan þá hefur tónlistin komið fram í formi hefðbundinna og vinsælla tónlistarstíla, sem allir eru tengdir sterkum böndum við Afrísk-Ameríska og Evrópsk-Ameríska stíla. Jazz hefur rætur í menningar- og tónverkum Vestur-Afríku sem og í Afrísk-Amerískum tónlistarstefnum, þar á meðal blús og ragtime, auk hljómsveita innan evrópsks hernaðar. Fræðimenn um allan heim hafa kallað jazz “eitt af upprunalegu listformum Bandaríkjanna.”

Eftir því sem jazz-inn breiddist út um allan heim, dró hann að sér mismunandi tónlistarmenningu og útfærslur eftir löndum og þjóðum, sem varð til þess að margir einstakir stílar fæddust. New Orleans jazz fæddist snemma á tuttugasta áratugnum og sameinaði nokkra mismunandi stíla eins og “french quadrilles,” “brass-band marches,” “beguine,” “blues” og “ragtime.” Á fjórða áratugnum náði Kansas City Jazz miklum vinsældum, en hann samanstóð af swing og big band, blús og óvæntum laglínum. Gypsy jazz (stíll sem lagði áherslu á vals) var svo annar stíll sem óx í vinsældum á þessum tíma. “Bebop” kom fram á fimmta áratugnum og flutti jazz tónlistina frá vinsælli danstónlist í átt að krefjandi tónlist fyrir “tónlistar snillinga” sem var spiluð hraðar og notaði fleiri hljómtegundir. Cool jazz þróaðist nærri lokum fimmta áratugarins og kynnti til leiks rólegri, sléttari hljóma og langar, melódískar línur.

Þetta er aðeins brot af því sem jazz hefur upp á að bjóða og vert er að kynna sér sögu jazz enn betur. Það jafnast ekkert á við jazz!