Endurgerð “A Star Is Born” að gera það gott!

Endurgerð kvikmyndarinnar “A Star Is Born” er heldur betur að slá í gegn og hafa Lady Gaga og Bradley Cooper fengið lof fyrir leik sinn í myndinni. Upprunalega myndin, sem skartaði engum öðrum en söngdívunni Barbra Streisand og country-stjörnunni Kris Kristofferson, var gefin út árið 1976 og er löngu orðin að klassík. Endurgerðir svo dáðra kvikmynda eins og “A Star Is Born” er vandaverk en gagnrýnendur virðast vera sammála um að þessi endurgerð sé að virka vel. Myndinni er leikstýrt af Bradley Cooper sem, eins og áður segir, fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni.

Til að bæta við skriðþunga endurgerðar kvikmyndarinnar “A Star Is Born”, þá deildi Lady Gaga myndskeiði fyrir opinbert myndband við lag úr kvikmyndinni, “Look What I Found” í byrjun október. “Ef þú elskar þetta eins mikið og við gerum, þá skaltu næla þér í tónlistina úr myndinni,” tísti söngkonan.

Myndbandið byrjar með atriði úr kvikmyndinni þar sem persónur Lady Gaga og Bradley Cooper sitja á veitingastað, þar sem persónan Ally skrifar niður textann fyrir lagið áður en hún gleymir honum. Eftir því sem líður á myndbandið fáum við að sjá enn meira úr myndinni, meðal annars fyrstu kynni Ally við persónu Bradley Cooper, Jackson Maine og brot úr rómantískri tónlistarferð þeirra. Tónlistarmyndbandið sýnir einnig fleiri brot úr kvikmyndinni, til dæmis frá nokkrum tónleikum sem tvíeykið treður upp á og upptökur þeirra í stúdíói.

Lagið er með uppörvandi tónum og Lady Gaga beitir sinni óaðfinnanlegu rödd dásamlega á meðan hún syngur: “Look what I found/Another piece of my heart/Just layin’ on the ground.”

Myndin er komin í sýningar í bíóhúsum víða og mun vera frumsýnd um alla Evrópu í október og nóvember. “A Star Is Born” fær framúrskarandi dóma og því er óhætt að mæla með að skella sér í bíó og njóta skemmtilegrar myndar og góðrar tónlistar í senn.