Djasskvöld í Reykjavík

Hvar er hægt að finna bestu staðina til að hlusta á góða djasstónlist í Reykjavík? Margir staðir bjóða upp á vikuleg djasskvöld, “jam sessions”, og einnig bjóða einhverjir veitingastaðir upp á djasstónlist í beinni. Það vill svo til að borgin býður upp á djasskvöld á nánast hverjum degi vikunnar! Lestu meira til að finna út hvar er hægt að hlusta á góða djasstónlist í borginni.

Sunnudagar: Bryggjan Brugghús

Bryggjan Brugghús heldur vikuleg Sunnudjass kvöld á sunnudögum. Þar koma fram ýmsir frábærir tónlistarmenn, og þar að auki er Bryggjan með góðan mat og frábæran heimabruggaðan bjór á krana.

Mánudagar: Húrra

Mánudjass á Húrra eru örugglega best þekktu djasskvöldin í Reykjavík og eru iðulega full af fólki og djassáhugamönnum. Á hverjum mánudegi kemur ein hljómsveit og spilar sitt sett, en svo er settið opið fyrir alla sem vilja koma fram og leggja sitt af mörkum.

Þriðjudagar: Kex Hostel

Kex Hostel er í hjarta miðbæjarins og býður upp á skemmtileg og eftirminnileg djasskvöld á þriðjudögum. Þau kallast KexJazz Tuesdays og hægt er að finna upplýsingar um næstu viðburði á facebook síðu Kex Hostels.

Miðvikudagar: Múlinn

Múlinn er vikulegur djassbar haldinn á miðvikudögum í Björtuloftum í Hörpu, og er klárlega viðburður sem vert er að skoða. Miðaverð er 2000 kr og 1000 kr. fyrir nemendur. Tónleikadagskráin í Múlanum er metnaðarfull og fjölbreytt og þar koma fram fremstu tónlistarmenn landsins. Svo er vert að nefna að það er æðislegt útsýni frá Björtuloftum yfir sjóinn og höfnina.

Fimmtudagar: CenterHotel Miðgarður

CenterHotel Miðgarður heldur “Music in the Garden” tónlistarkvöld annan hvern fimmtudag. Þar koma oft fram frábærir tónleikamenn og það er vel þess virði að kíkja og njóta tónlistarinnar í fallegu umhverfi. Á þessum kvöldum er frítt inn, lengri happy-hour og 20% afsláttur af barsnakki.

Cafe Rosenberg

Café Rosenberg er með vinsælustu börum Reykjavíkur og býður upp á live tónlist á hverjum degi. Oftar en ekki má heyra frábæra djasstónlist, en það er ýmislegt annað í gangi líka.