Stærstu djasshátíðir Evrópu

Fjölmargar frábærar djasshátíðir eru haldnar allt um árið í kring, í Evrópu. Þær eru af öllum stærðum, gerðum og vinsældum og því erum við hér til að segja þér allt um þær. Hér að neðan er listi og helstu upplýsingar um stærstu djasshátíðir í Evrópu, svo það eina sem þú þarft að gera er að velja þér eina, eða fleiri, kaupa þér miða og njóta bestu djasstónlistar sem völ er á!

Montreux jazz festival, Sviss

Þessi hátíð er auðvitað efst á listanum, enda er hún næststærsta starfandi djasshátíð í heiminum á eftir djasshátíð Montreal og hefur starfað í 16 ár. Hún er haldin fyrstu tvær vikurnar í júlí. Á hátíðinni er ýmislegt í gangi, þar á meðal vinnustöðvar, siglingar á Geneva vatni, djasslestir, keppnir fyrir ungt tónlistarfólk, kvöldskemmtanir, útiskemmtanir og fleira. Á hátíðinni koma fram listamenn á borð við Lisa Simone, Mike Stern, Dweezil Zappa, Al Jarreau, Quincy Jones og Biréli Lagrène.

Jazz à Vienne, Frakklandi

Jazz à Vienne er haldin á hverju ári í stóru 7000 sæta hringleikhúsi í einstaklega fögrum gömlum bæ í Frakklandi. Þetta er einstakur staður fyrir frábæra tónlistarhátíð sem býður upp á að sjá stærstu djasstónlistarmenn heimsins spila.

Paris Jazz Festival, Frakklandi

Önnur djasshátíð í Frakklandi en þessi er haldin í París. Hún stendur yfir mestallan júní og júlí á hverju ári, þar sem helgarnar eru yfirteknar af frábærri djasstónlist. Þú skalt ekki missa af þessu ef þú ferð í helgarferð til Parísar um sumar!

North Sea Jazz Festival, Hollandi

Þessi þriggja daga hátíð í Rotterdam dregur að sér um 1700 listamenn sem spila tónlist á 15 sviðum og stöðum. Hún er sögð vera stærsta djasshátíð heimsins sem haldin er innandyra! Hátíðin er haldin á hverju sumri og það er bókað mál að þú munt heyra heimsklassa tónlistarmenn spila frábæra tónlist.

Þetta eru einungis fjórar góðar hátiðir í Evrópu af mörgum, mörgum fleiri. Kynntu þér meira efni á síðunni til að læra um fleiri hátíðir í Evrópu!