Áhugaverðar djasshátíðir í Evrópu

Í annarri grein töluðum við um stærstu djasshátíðirnar í Evrópu. Nú ætlum við að tala um þær sem eru ekki endilega þær stærstu, heldur þær sem eru áhugaverðar og bjóða upp á eitthvað nýtt á þessum vettvangi. Á undanförnum árum hefur verið óendanleg nýsköpun í tónlist og þar er djasstónlist ekki undanskilin. Margar hátíðir hafa sprottið upp á áhugaverðum stöðum með nýjar hugmyndir sem geta gert tónlistarhátíðarferðalög mun eftirminnilegri og skemmtilegri.

Alfa Jazz Fest, Lviv, í Úkraínu

Lvív er borg sem er vel þess virði að heimsækja. Í miðju hennar er einstaklega fallegur og gamall miðbær sem gaman er að rölta um, góðir veitingastaðir, og margir litlir áhugaverðir hlutir sem ekki er hægt að finna neins staðar annars staðar í heiminum. Þessi djasshátíð dregur að sér marga vinsælustu djasstónlistarmenn í heiminum, þar á meðal Pat Metheny, Esperanza Spalding, Dianne Reeves og Branford Marsalis.

Jazzhátíð Reykjavíkur, á Íslandi

Reykjavík Jazz er elsta tónlistarhátíð á Íslandi, haldin fyrst árið 1990. Þar koma fram fremstu djasstónlistarmenn landsins auk margra frægra alþjóðlegra tónlistarmanna. Hátíðin leggur áherslu á nútíma djass og avant garde, en einnig eru barnasýningar og klassískur djass í boði. Hún er haldin í september ár hvert.

Wicked Jazz Sounds Festival, í Hollandi

Á Wicked Jazz hljómar ekki bara djasstónlist heldur má einnig finna hip hop, afrobeat, soul og teknó. Hátíðin leggur mesta áherslu á samtíma og nútímadjass , og mun að sjálfsögðu veita bestu djammnætur ársins. Þar að auki er Amsterdam frábær borg til að heimsækja og skoða sig um í á meðan maður nýtur tónlistarinnar.

Nišville, Niš, í Serbíu

Hátíðin Nisville í Nis, Serbíu er ein af fremstu djasshátíðum Evrópu og býður til sín þekktustu tónlistarmenn. Borgin er einnig þekkt fyrir frábært næturlíf og þessi þriggja daga hátíð er einn hápunktur sumarsins. Nisville hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir framtak sitt í borginni, og yfir alla Serbíu, sem túristagull og fyrir mikilvægi sitt innan landsins.