Jazzhátíð í Reykjavík

Jazzhátíð í Reykjavík er stærsta og elsta djasshátíð landsins. Hún er haldin í september ár hvert, og næsta ár markar 30. afmælisár hátíðarinnar, en hún var stofnuð árið 1990. Hátíðin býður upp á frábært úrval tónlistarmanna og viðburða, bæði frá innlendum listamönnum, og alþjóðlegum goðsögnum. Hátíðin er sögð vera vettvangur fyrir það nýjasta sem er í gangi í djassheiminum á alþjóðlegum vettvangi, auk þess að þjóna hlutverki eins konar stökkpalls fyrir listamenn sem eru að byrja feril sinn.

Hátíðin leggur áherslu á upprunalegan nútímalegan djass, djass frá norðurlöndum, avant garde, og býður einnig upp á sýningar og viðburði fyrir börn og fólk sem er ekki mjög kunnugt djasstónlist. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á þessari frábæru hátíð.

Á fyrsta ári hátíðarinnar var hún kölluð Norrænir Útvarpsdjassdagar. Nafnið breyttist stuttu síðar í Jazzhátíð í Reykjavík, en Rás 1 hefur verið partur af hátiðinni frá upphafi. Fyrir þá sem ekki vilja ferðast langt þá eru tónleikarnir því ávallt útvarpaðir á Rás 1 og hægt er að nálgast beint streymi frá tónleikum á vef RÚV.

En fyrir þá sem vilja sjá tónleikana og heyra tónlistina í beinni, þá er að finna miðasölu á vefsíðu hátíðarinnar. Einhverjir tónleikar hátíðarinnar eru með ókeypis aðgang og hægt er að nálgast afslætti á aðra. Tónleikar fara fram á ýmsum stöðum í borginni, þar á meðal hafa þeir verið haldnir á árum áður í Kartöflugeymslunum, Hannesarholti, Iðnó, Kirkju Óháða Safnaðarins, Tjarnarbíó, Borgarbókasafni, Hörpu, Grand Hótel og fleiri stöðum.

Á dagskrá hátíðarinnar má finna frábæra tónlistarmenn eins og á þessu ári komu fram íslenski píanistinn Agnar Már Magnússon, gítaristinn Lage Lund, píanistinn Ingi Bjarni Skúlason og tríó og ameríski trommuleikarinn Scott McLemore ásamt Pierre Perchaud á gítar, Nicolas Moreaux á kontrabassa og Hilmari Jensson á gítar. Fyrri ár hafa skartað okkar helstu djasstónlistarmönnum, þar á meðal Django Bates, Nils Wogram, Arctic Swing Quintet, Stefan Bauer og Sunnu Gunnlaugs.