Djasshátíðir á Íslandi

Nokkrar frábærar djasshátíðir eru haldnar ár hvert á Íslandi. Það þarf því ekki að leita langt til að heyra frábæra djasstónlist. Stærsta hátíðin er haldin í Reykjavík en minni hátíðir eru haldnar um land allt.

Jazzhátíð Reykjavíkur, 2. – 9. september

Jazzhátíð Reykjavíkur er stærsta djasshátíð landsins og hefur verið haldin árlega frá árinu 1990, sem gerir hana einnig að elstu hátíð landsins af þessari gerð. Tónleikar fara fram í Tjarnarbíói, Hannesarholti, Bryggjunni Brugghúsi, Borgarbókasafninu, Iðnó, Grandhótel, Kartöflugeymslunum og í Kirkju Óháða safnaðarins. Fram koma bæði íslenskir og alþjóðlega frægir tónlistarmenn, þar á meðal Giulia Valle Trio, Scott McLemore Quirtet, Agnar Már og Lage Lund, Sigurður Flosason og Lars Jansson, Sunna Gunnlaugs Quartet ft. Verneri Pohjola, Marilyn Mazur’s Shamania, Ralph Towner og Papa Jazz.

Jazzhátíð í Skógum undir Eyjafjöllum

Jazzhátíð í Skógum er haldin ár hvert og hefur nú verið starfandi í 14 ár. Boðið er upp á tónlist í heilan dag í júlímánuði í einstaklega fallegu umhverfi undir Eyjafjöllum. Tónleikar fara fram í Fossbúð um kvöldið þar sem miða verð er 200 krónur en í Skógakaffi um daginn þar sem gestir mega koma og fara að vild og aðgangur er ókeypis.

JEA Jazzhátíð Egilsstaða

JEA Jazzhátíð var stofnuð árið 1988 og var því fyrsta djasshátíðin sem var haldin á Íslandi. Á henni hafa ýmsir alþjóðlegir listamenn komið fram, meðal annars Larry Carlton, James Carter, Beady Belle, Finn Ziegler og Svend Asmundsen, ásamt fjölda frábærra íslenskra listamanna.

Jazzhátíð Garðabæjar

Hátíðin verður haldin í 14. sinn næsta vor og hefst að jafnaði með opnunartónleikum að kvöldi sumardagsins fyrsta. Hún er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar og listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Sigurður Flosason.

Auk þessarra fræbæru djasshátíða þá er einnig vert að minnast á Blúshátíð í Reykjavík og Blúshátíðina í Ólafsfirði sem eru báðar haldnar ár hvert og bjóða frábærum listamönnum til sín.