Að kynnast Íslenskum Jazz

Jazz hátíð í Reykjavík var fyrst haldin árið 1990 en hún hefur verið árlega síðan þá. Engin hátíð hefur verið haldin jafnoft á Íslandi. Hátíðin hefur boðið uppá stærstu nöfn í íslenska jazz heiminum ásamt mörgum norrænum tónlistarmönnum. Helsti styrktaraðili hátíðarinnar er Reykjavíkurborg og hljómsveitarsjóður Íslands, Félag íslenskra tónlistarmanna og Budweiser.

Hátíðin hefur síðan árið 2014 verið haldin í Hörpunni í byrjun ágúst og eru það fimm kvöld af tónleikum. Þekktustu íslensku nöfnin sem þar hafa spilað eru ASA trio, Sunna Gunnlaugs, Agnar Már Magnússon, Hilmar Jensson, Mezzoforte og Einar Scheving. Einar er einn færasti trommuleikari á Íslandi en hann hefur verið trommukennari í Tónlistaskóla Íslands í meira en tvo áratugi. Mezzoforte er instrumental hljómsveit sem spilar aðallega jazz-funk fusion, en þeir hafa spilað reglulega í Reykjavík síðan árið 1977. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Eyþór Gunnarsson á hljómborð, Jóhann Ásmundsson á bassa, Gulli Briem á trommur og Friðrik Karlsson á gítar. Vinsælasta lagið þeirra er ,,Garden party” sem kom út árið 1983, en það náði 17. sæti á vinsældarlistanum í Bretlandi sama ár.

Stephen Dawson spilaði rúmlega tveggja mínútna langt sóló á trompet í því lagi. Annað lag sem heitir ,,Rockall” náði 75. sæti í heila viku á evrópska útvarpslistanum árið 1983. Hljómsveitin er skýrð eftir tónlistarheitinu mezzo forte, sem þýðir ,,moderately loud” á ensku. Fyrsta platan kom út 1979 og hét hún það sama og hlómsveitin en síðan kom ,,Octopus” út árið 1980 og síðan ,,Surprise Surprise” 1982. Árið 1984 kom út ,,Observations”, ,,Rising” 1984. Fjöldinn allur af plötum hefur komið út síðan en sú nýlegasta var ,,ISlands” sem kom út árið 2012.